Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3248 svör fundust

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...

Nánar

Af hverju segja sumir „sjáustum“ en ekki „sjáumst“?

Í fornu máli var ending fyrstu persónu eintölu í miðmynd –umsk, köllumsk en ending 3. persónu –st, kallast. Á 14. öld fór að verða vart þeirrar breytingar að í fyrstu persónu var tekin upp ending þriðju persónu, kallast. Þetta eru talin norsk áhrif sem komu fyrst fram í tilteknu málsniði. Þessi breyting breiddist ...

Nánar

Hvaðan kemur orðið "renta", þegar talað er um að e-ð beri nafn með rentu?

Orðið renta er notað um vexti eða ávöxtun á fjármunum eða öðrum verðmætum. Það er tökuorð úr dönsku rente í sömu merkingu frá 16. öld. Orðatiltækið að bera nafn með rentu merkir að 'heita eitthvað með réttu, standa undir nafni sínu'. Það er til í fleiri en einni gerð. Hin elsta í safni Orðabókar Háskólans er að...

Nánar

Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?

Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...

Nánar

Hvaða hefti er í orðinu heftiplástur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Af hverju heitir heftiplástur heftiplástur? Við hvaða hefti er átt? Orðið heftiplástur ‘plástur til að líma umbúðir á sár’ er líklega fengið að láni úr dönsku hæfteplaster seint á 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1881 en á timarit.is frá 1901. ...

Nánar

Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...

Nánar

Hver fann upp spilastokkinn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver fann upp spilastokkinn og hvaða spil var fyrst spilað? Talið er að spilin hafi verið fundin upp í Kína á tímum Tangveldisins á 9. öld. Líklega hafa þau komið fram í kjölfarið á því að menn hófu að prenta á viðarkubba. Fyrsta spilið var kallað „Laufaleikur“ og var það s...

Nánar

Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?

Talið er að u-innskotið, svokallað stoðhljóðsinnskot þegar fiskr, fegrð verða að fiskur, fegurð, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar samkvæmt dæmum í íslenskum miðaldahandritum og hefðbundin skoðun var lengi að innskotið hefði verið gengið yfir undir lok 14. aldar. Yngri dæmi sýndu aðeins íhaldssemi skrifara...

Nánar

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?

„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...

Nánar

Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?

Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð að leggja hornstein að byggingum er upprunnin en sumir vilja rekja hana aftur til Sargons konungs í Babylóníu sem á að hafa verið uppi um 3.800 f.Kr. Í katólsku alfræðiriti er því slegið fram að sú venja að grafa gull og silfur undir hornsteini sé af sama meiði sprottin og ævaforna...

Nánar

Hver orti elstu rímurnar?

Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...

Nánar

Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?

Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...

Nánar

Fleiri niðurstöður